Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   fim 08. september 2016 20:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan saknar launanna sem hann fékk hjá PSG
Zlatan hefur byrjað vel í Englandi
Zlatan hefur byrjað vel í Englandi
Mynd: Getty Images
Sænski sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic var í skemmtilegu viðtali hjá frönsku sjónvarstöðinni, SFR Sport. Þar sagði hann meðal annars frá því hvers hann saknaði mest frá tíma sínum hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi, en hann var ekki lengi að svara því.

Zlatan kom til Manchester United í sumar eftir fjögur ár hjá franska stórliðinu Paris Saint-Germain. Hann hefur farið vel af stað hjá nýju liði og verður í stóru hlutverki í Manchester-slagnum sem fram fer á laugardaginn klukkan 11:30.

Hann segist ekki sakna mikils frá lífinu í París, en ef það er eitthvað eitt sem hann saknar, þá eru það ofurlaunin sem hann var að fá í frönsku höfuðborginni. Hann var mjög sáttur með þau eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.

„Ég sakna síðasta launaseðilsins frá París," sagði Zlatan léttur í bragði. „Það er það sem ég sakna."

Eins og áður segir þá má sjá myndband af þessu, en Zlatan tók á sig launalækkun þegar hann fór til United. Talið er að hann sé með 260 þúsund evrur í vikulaun núna, en þegar hann var hjá PSG var hann með 290 þúsund evrur í vikulaun.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner