Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
Enski boltinn - Yfirburðir Liverpool og ómögulegt að spá
   sun 11. september 2016 13:00
Elvar Geir Magnússon
Guðmann: Annar hver maður var grátandi
Guðmann hefur reynst KA happafengur.
Guðmann hefur reynst KA happafengur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekki er ljóst hvort Guðmann spilar með KA eða FH næsta sumar.
Ekki er ljóst hvort Guðmann spilar með KA eða FH næsta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta hefur verið hrikalega skemmtilegt sumar," segir varnarmaðurinn Guðmann Þórisson en hann hefur verið lykilmaður í liði KA á Akureyri sem trónir á toppi Inkasso-deildarinnar. Guðmann var í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu í gær.

KA hefur þegar tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni á næsta ári og skiljanlega ríkir mikil gleði í gula hluta Akureyrar.

Guðmann segir að ákveðinn vendipunktur hjá KA á tímabilinu hafi komið strax í 2. umferð þegar liðið steinlá óvænt fyrir Haukum 4-1. Eftir þann leik leit liðið varla til baka.

„Ég hugsaði bara: Hvað er ég kominn út í hérna? Við hefðum getað tapað leiknum miklu stærra. Þetta var eiginlega högg sem liðið þurfti. Eftir þennan leik fór þetta að rúlla og það gekk hrikalega vel í allt sumar."

„Það var sest niður eftir leikinn og sagt: Heyrðu, við erum ekki að fara að halda svona áfram. Auðvitað er gott að hafa leikmenn sem hafa spilað í efstu deild og hafa meiri reynslu en aðrir. Við gerðum hvað við gátum til að þjappa liðinu saman," segir Guðmann.

Ætla að fá alvöru leikmenn
KA-menn eru þegar farnir að undirbúa lífið í deild þeirra bestu og eru menn stórhuga.

„Það er verið að tala um að fá þrjá til fjóra alvöru leikmenn, menn sem geta styrkt liðið. Ég hef fundað með þeim og þetta hljómar mjög vel. Ég er ánægður með þá stefnu að ætla að fá alvöru leikmenn," segir Guðmann.

Ekki ljóst hvar Guðmann spilar
Þessi öflugi miðvörður kom á lánssamningi frá Íslandsmeisturum FH í upphafi sumars en þau skipti komu verulega á óvart. KA samdi um möguleika á að kaupa hann alfarið núna í haust.

„Ég er í FH eins og staðan er í dag. Ég á eftir að heyra í FH-ingunum líka. Þetta kemur bara í ljós væntanlega bráðlega. Ég er spenntur fyrir báðum kostum og það er bara flott," segir Guðmann.

Löng bið
KA hefur verið 12 ár í B-deildinni og skiljanlega sprakk allt út fyrir norðan þegar liðið náði loksins að komast upp.

„Maður sá tilfinningarnar hjá öllu fólkinu þarna. Þetta hefur verið löng bið og annar hver maður var grátandi. Þetta var miklu stærra en maður bjóst við, um leið og þetta var komið þá trylltist allt."

Guðmann naut tímabilsins í botn en segir muninn á efstu- og 1. deild vera mikinn hvað varðar umgjörð og áhuga.

„Þetta er náttúrulega allt öðruvísi en Pepsi-deildin. Maður er kannski að fara að spila við Huginn og það eru 50 áhorfendur. Maður þarf að klæða sig í sundhöllinni á Seyðisfirði og labba í sjö mínútur. Það var mjög fallegt og ég hafði gaman að því en þetta er allt öðruvísi," segir Guðmann en viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Smelltu hér til að hlusta á þáttinn í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner