Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
banner
   lau 17. september 2016 14:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 19. umferð: Býst við að fara aftur út eftir tímabilið
Leikmaður 19. umferðar - Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Árni Vilhjálmsson hefur verið að spila vel með Blikum
Árni Vilhjálmsson hefur verið að spila vel með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hef kannski ekki beint svarið við því hver ástæðan er, svona fór þetta bara, en ég á eitt ár eftir og ég býst við því að ég fari aftur út eftir tímabilið," sagði Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. Hann var þarna að ræða um dvöl sína hjá Lilleström í Noregi, en hann er í láni hjá Breiðablik út þetta leiktímabil.

Árni er leikmaður 19. umferðar í Pepsi-deildinni, en hann skoraði tvívegis í 3-0 sigri Blika á Valsmönnum á fimmtudagskvöldið. Hann hefur fundið sig vel eftir að hann kom aftur til Breiðabliks í félagsskiptaglugganum.

„Ég á eitt ár eftir (hjá Lilleström) og ég þarf bara að skoða mín mál eftir tímabilið. Ég er ekkert búinn að vera að pæla mikið í Lilleström undanfarið þar sem ég er kominn í Blika núna og við settum stefnuna fyrst á að vinna titilinn og það var leiðinlegt að ná ekki að vinna FH-ingana til þess að stríða þeim aðeins, en nú er stefnan sett á að vinna rest og taka annað sætið," sagði Árni ennfremur.

Breiðablik gerði jafntefli við FH í 18. umferðinni, en þeir hafa verið gagnrýndir fyrir að sitja á stiginu í þeim leik. Árni segir það ekki vera rétt.

„Þetta er náttúrulega ekki rétt, við ætluðum að fara "all-in" og bara vinna þetta, en á sama tíma gátum við ekki tapað. Við skorum mark, klúðrum einu dauðafæri og svo fáum við mark í andlitið, 1-1 og mér fannst við "dominate-a" fyrri hálfleikinn. Það er mjög líklegt að Heimir hafi eitthvað látið þá heyra það inn í klefa því þeir koma mjög sterkir út og þeir fá meira af færum og eru hættulegri. Við þurftum að vera klókir þarna líka og 1-1 voru alls ekki slök úrslit."

Blikar eru í augnablikinu í öðru til þriðja sæti deildarinnar og Árni segir það skipta miklu máli að taka annað sætið frekar en það þriðja.

„Það skiptir miklu máli og ég get alveg sagt það að það er allt annað að lenda í þriðja sæti frekar en öðru sæti þótt að bæði sætin gefi okkur Evrópusæti. Við erum í mikilli baráttu um annað sætið og það er ógeðslega gaman að vera í baráttu um eitthvað og nú er það annað sætið allavega."

Árni á eins og áður segir ár eftir af samningi sínum hjá Lilleström í Noregi, en hann ætlar að stefna á það að spila í atvinnumennsku á næsta leiktímabili, hvort sem það sé hjá Lilleström eða annars staðar.

„Ég get alveg sagt það að ég veit að mér finnst ég get spilað úti, í Noregi eða Svíþjóð, allavega til að byrja með. Ég finn það að ég hef gæðin til þess að spila þarna og ég myndi segja það að númer eitt, tvö og þrjú, þá er ég að stefna út og er að fara út," sagði Árni að lokum, en það má hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Bestur í 18. umferð - Andreas Albech (Valur)
Bestur í 17. umferð - Damir Muminovic (Breiðablik)
Bestur í 16. umferð - Hallur Flosason (ÍA)
Bestur í 15. umferð - Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Bestur í 14. umferð - Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Bestur í 13. umferð - Atli Viðar Björnsson (FH)
Bestur í 12. umferð - Róbert Örn Óskarsson (Víkingur R.)
Bestur í 11. umferð - Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur í 10. umferð - Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Bestur í 9. umferð - Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Bestur í 8. umferð - Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Bestur í 7. umferð - Davíð Þór Viðarsson (FH)
Bestur í 6. umferð - Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik)
Bestur í 5. umferð - Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
Bestur í 4. umferð - Einar Hjörleifsson (Vikingur Ólafsvík)
Bestur í 3. umferð - Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Bestur í 2. umferð - Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Bestur í 1. umferð - Aron Bjarnason (ÍBV)
Athugasemdir
banner
banner
banner