Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   lau 17. september 2016 17:11
Baldvin Kári Magnússon
Óli Stefán: Hefði viljað sjá alvöru Pepsi dómara í þessu verkefni
Óli var ekki sáttur við dómgæsluna í leiknum.
Óli var ekki sáttur við dómgæsluna í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Ég er bara svektkur og strákarnir mjög svekktir. Sagði Óli Stefán Flóventsson eftir 2-1 tap gegn KA í dag en þetta tap þýddi að Grindavík nær ekki að verða deildarmeistari. „Við ætluðum að setja þetta í úrslita helgi eftir viku.“

Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Grindavík

„Mér fannst leikurinn okkar ekki alveg nógu góður. Mér fannst það sem einkennir Grindavík ekki alveg koma inn fyrr en við vorum komnir upp við vegg og þeir komnir yfir þá fór ég að kannast við mína menn.“

„Þetta var stór leikur, þungur völlur, mikið af tæklingum og vafasömum atriðum.“

„Þegar maður tapar er maður oft pínu súr yfir ákvörðunum sem kostuðu okkur mikið í dag. Ég held að það hafi allir séð að þetta var aldrei víti. Björn gerði þetta frábærlega og fær svo dæmt á sig víti sem er hrikalega súrt.“

Aðspurður um frammistöðu dómarans í leiknum sagði Óli:
„Á maður bara ekki að segja sem minnst. Ég veit að þeir eru að reyna sitt besta en það eru stór atriði sem falla á móti okkur og það er erfitt að kyngja því. Ég hefði viljað sjá alvöru Pepsi dómara á þetta verkefni einhvern stóran Pepsi dómara.

Nánar er rætt við Óla Stefán í spilaranum fyrir ofan
Athugasemdir