Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 24. september 2016 19:41
Jóhann Ingi Hafþórsson
Kristján Guðmundsson hættir með Leikni R. (Staðfest)
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Leiknir R. gerði markalaust jafntefli við Keflavík í lokaleik Inkasso-deildarinnar í dag.

Kristján Guðmundsson staðfesti eftir leik að hann ætlaði ekki að stýra liðinu í deildinni á næstu leiktíð.

„Samningurinn okkar rennur út núna í næstu viku og við tókum léttan spjallfund með stjórn og niðurstaðan er sú að við munum ekki endurnýja samninginn," sagði Kristján í samtali við Fótbolta.net í dag.

Leiknir byrjaði deildina í ár vel en liðið hefur verið með slappari liðum í seinni hlutanum og er 7. sæti því staðreynd.
Kristján Guðmunds: Samstarfi okkar er lokið
Athugasemdir
banner
banner
banner