Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 24. september 2016 22:09
Jóhann Ingi Hafþórsson
Guðmann gerir tveggja ára samning við KA (Staðfest)
Guðmann Þórisson
Guðmann Þórisson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmann Þórisson, einn besti varnarmaður Inkasso-deildarinnar í ár, hefur gert nýjan tveggja ára samning við KA og mun því leika með liðinu í Pepsi-deildinni á næsta ári.

Hann var samningsbundinn FH en hann var lánaður til KA sem hafði forkaupsrétt á honum eftir tímabilið. KA borgar því fyrir Guðmann en ekki er vitað hversu há sú upphæð er.

Guðmann var mikilvægur hlekkur í meistaraliði KA sem fékk aðeins 16 mörk á sig í sumar, ásamt því að hann skoraði sjálfur tvö mörk.

Hann hefur leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð og Noreg ásamt því að hann lék með FH.
Athugasemdir
banner
banner