mán 26. september 2016 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Eiginkona Totti: Spalletti hagaði sér eins og smámenni
Ilary og Francesco hafa verið saman í rúmlega 15 ár.
Ilary og Francesco hafa verið saman í rúmlega 15 ár.
Mynd: Getty Images
Totti verður 40 ára á morgun.
Totti verður 40 ára á morgun.
Mynd: Getty Images
Það var mikil dramatík á Ítalíu þegar Luciano Spalletti, þjálfari Roma, reyndi að ýta Francesco Totti burt frá félaginu í sumar eftir ansi heiftarleg rifrildi á fyrstu mánuðum ársins.

Ilary Blasi, eiginkona Totti síðan 2005, fór í viðtal við Gazzetta dello Sport í gær og tjáði sig opinskátt um málið.

„Ég veit ekkert um fótbolta en þetta var óraunverulegt ástand, eiginlega bara vísindaskáldskapur. Ég gat ekki fengið mig til að trúa því sem var að gerast, Spalletti hafði rangt fyrir sér og hagaði sér ömurlega," sagði Ilary, sem er mjög fræg sjónvarpspersóna á Ítalíu.

„Ég hef ekki þekkingu til að tjá mig um fótbolta, en ég hef kynnst mikið af fólki í gegnum tíðina og hegðun Spalletti var ógeðsleg.

„Eina sem Totti hefur nokkurn tímann beðið um hjá Roma er að honum sé sýnd sú virðing sem hann á skilið. Hann hefur aldrei kvartað undan því að fá ekki spilatíma, hann er alltof auðmjúkur til þess. Það var Spalletti sem hagaði sér eins og smámenni, punktur. Það er sannleikurinn."


Ilary var spurð út í framtíð Totti og sagðist vera tilbúin til að fylgja honum hvert sem er.

„Þegar Totti er orðinn of gamall til að standa sig vel með Roma þá verður hann fyrstur til að láta vita. Honum finnst ekkert að því að vera notaður sem varaskeifa.

„Þegar hann ákveður að hætta þá getur hann farið til Arabíu eða jafnvel Bandaríkjanna, ég er tilbúin til að elta hann hvert sem hann ákveður að fara, enda væri það stutt stopp á síðustu metrum ferilsins."

Athugasemdir
banner
banner
banner