Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 26. september 2016 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp ósáttur með Sakho - Moreno bestur á æfingum
Mynd: Getty Images
Mamadou Sakho var rekinn heim úr æfingaferð Liverpool í Bandaríkjunum og hefur ekkert komið við sögu með aðalliðinu síðan þá.

Í fyrradag var Sakho greinilega búinn að fá nóg af því að fá ekki að spila og tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um erjurnar á milli sín og Liverpool.

Jürgen Klopp er ósáttur með franska miðvörðinn sem tjáði sig um málið í algjöru leyfisleysi gegnum samskiptamiðilinn Snapchat.

„Ég fékk að heyra þetta í morgun, nokkrum tímum fyrir leikinn gegn Hull, og ákvað strax að hugsa ekkert um málið fyrr en eftir helgi. Ég vil ekki hafa neinar óþarfa truflanir á leikdegi, þannig að það eina sem ég veit er að hann birti eitthvað á samskiptamiðli sem hvorugur okkar notar," sagði Klopp.

„Núna er ekki rétti tíminn til að tala um þetta, en þetta lítur ekki vel út. Ég fer í málið um leið og ég er tilbúinn í það."

Spænski bakvörðurinn Alberto Moreno hefur verið gagnrýndur harkalega fyrir slakar frammistöður með Liverpool. Klopp reyndi að losa sig við hann í sumar en Moreno ákvað að vera áfram hjá félaginu til að vinna byrjunarliðssætið sitt til baka.

„Moreno er búinn að vera besti leikmaður félagsins á æfingum undanfarnar vikur. Hann tók mjög vel í að missa byrjunarliðssætið og virðist vera á hárréttum stað andlega."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner