Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. september 2016 12:45
Elvar Geir Magnússon
Svona gekk spáin í Inkasso - Grindavík kom á óvart
Mestu vonbrigðin hjá Leikni R. og HK
Grindavík átti gott sumar.
Grindavík átti gott sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í 1. deild karla, Inkasso-deildinni, lauk um helgina. Fyrir umferðina var KA búið að tryggja sér efsta sætið og orðið ljóst að Grindavík myndi fylgja upp.

Fyrir sumarið spáðu þjálfarar og fyrirliðar deildarinnar því að KA myndi hampa sigri og sú varð raunin. Grindavík var fyrir sumarið spáð 6. sæti en gaf þeim spádómum langt nef.

Huginn og Fjarðabyggð féllu niður í 2. deild en því var einmitt spáð fyrir tímabilið.

Sumarið hjá Leikni Reykjavík og HK var ekki gott en þessi lið enduðu talsvert neðar en reiknað var með.

Hér að neðan má sjá hvernig spáin gekk upp:

Lokastaðan í deildinni:
1. KA (spáð 1. sæti) | 0
2. Grindavík (spáð 6. sæti) | +4
3. Keflavík (spáð 2. sæti) | -1
4. Þór A. (spáð 4. sæti) | 0
5. Haukar (spáð 8. sæti) | +3
6. Fram (spáð 7. sæti) | +1
7. Leiknir R. (spáð 3. sæti) | -4
8. Selfoss (spáð 10. sæti) | +2
9. HK (spáð 5. sæti) | -4
10. Leiknir F. (spáð 9. sæti) | -1
11. Huginn (spáð 12. sæti) | +1
12. Fjarðabyggð (spáð 11. sæti) | -1
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner