Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. september 2016 13:29
Magnús Már Einarsson
Víglundur Páll hættur með Fjarðabyggð
Víglundur Páll Einarsson.
Víglundur Páll Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir
Víglundur Páll Einarsson hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Fjarðabyggðar af persónulegum ástæðum. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Ég þakka leikmönnum,stuðningsmönnum og þeim sem að félaginu koma fyrir samstarfið," sagði Víglundur við Fótbolta.net.

Fjarðabyggð féll úr Inkasso-deildinni í sumar en liðið endaði í neðsta sæti með 17 stig.

Víglundur tók við Fjarðabyggð fyrir tímabilið eftir að hafa áður þjálfað Einherja á Vopnafirði.

Andri Þór Magnússon, varnarmaður Fjarðabyggðar, hefur einnig ákveðið að hætta að leika með liðinu og róa á önnur mið en frá þessu greindi hann á Facebook í dag.

Hinn 28 ára gamli Andri hefur spilað með Fjarðabygð allan sinn feril en hann á 232 deildar og bikarleiki að baki með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner