Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 26. september 2016 15:14
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Aron Einar meiddur - Bjartsýnn á að ná landsleikjunum
Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.
Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson gat ekki spilað með liði sínu Cardiff um liðna helgi en þá vannst útisigur gegn Rotherham.

Fram kemur á 433.is að hann sé að glíma við tognun í kálfa og spilar ekki með í leik gegn Derby á morgun.

„Ég er jákvæður fyrir því að ná leiknum við Finnland," segir Aron við 433.

Á fimmtudaginn í næstu viku leikur Ísland við Finnland á Laugardalsvelli og mætir Aron til landsins á sunnudaginn næsta. Þremur dögum eftir leikinn gegn Finnum verður Tyrkland mótherji okkar á Laugardalsvelli.

Ólíklegt er að sóknarmaðuinn Kolbeinn Sigþórsson verði í því verkefni.

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu ytra í fyrsta leik sínum í undankeppni HM en 1-1 urðu lokatölurnar í öllum leikjum fyrstu umferðar riðilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner