Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. september 2016 16:06
Elvar Geir Magnússon
Prins Ali lætur FIFA heyra það
Prins Ali bin al-Hussain.
Prins Ali bin al-Hussain.
Mynd: Getty Images
Prins Ali bin al-Hussain frá Jórdaníu gagnrýnir harðlega þá ákvörðun FIFA að leggja niður sérstakan starfshóp sem settur var á laggirnar til að vinna gegn kynþáttafordómum í fótbolta.

FIFA segir að ekki sé lengur þörf á þessum starfshópi.

Þetta segir Prins Ali vera fáránlegt og til skammar. Það sé mikið áhyggjuefni að FIFA telji að starfshópurinn hafi náð sínum markmiðum og þurfi ekki að starfa lengur.

Prins Ali er fyrrum varaforseti FIFA en hann fór tvisvar í framboð til að verða forseti en náði ekki markmiðum sínu.

„Baráttunni gegn kynþáttaníð er alls ekki lokið. Þessi starfshópur hefði átt að verða fastur hluti af FIFA," segir Prins Ali sem er æðsti maður knattspyrnusambands Jórdaníu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner