Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 27. september 2016 08:00
Arnar Geir Halldórsson
Dortmund aldrei tapað fyrir Real Madrid í Þýskalandi
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Stórleikur kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er klárlega viðureign Borussia Dortmund og Real Madrid á Signal Iduna Park í Dortmund.

Þessi lið hafa þónokkra hildina háð á undanförnum árum og er mikil spenna fyrir leik kvöldsins en margar af skærustu stjörnum fótboltans leika með þessum liðum.

Ber þar helsta að nefna Cristiano Ronaldo, Gareth Bale annars vegar í liði Madridinga og hinsvegar þá Marco Reus og Pierre-Emerick Aubameyang í þýska liðinu.

Real Madrid eru ríkjandi Evrópumeistarar en einhverjir gætu litið á þá sem ólíklegri aðilinn í kvöld því Real Madrid hefur aldrei tekist að vinna Dortmund í Þýskalandi þrátt fyrir fimm tilraunir.

Tomas Tuchel, stjóri Dortmund, segir engu máli skipta þó Real Madrid hafi hikstað í spænsku deildinni að unfanförnu.

„Við reiknum með að þeir verði upp á sitt besta og auðvitað vitum við hversu góðir þeir eru. Það verður verðugt verkefni að ætla að verjast þeim. Við þurfum að fara varlega og vera skipulagðir þegar við missum boltann."

Athugasemdir
banner
banner
banner