Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 27. september 2016 13:00
Magnús Már Einarsson
Coquelin frá í þrjár vikur
Mynd: Getty Images
Francis Coquelin, miðjumaður Arsenal, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla á hné.

Coquelin fór af velli eftir 32 mínútur í 3-0 sigri Arsenal á Chelsea en hann meiddist eftir baráttu við N'Golo Kante á miðjunni.

Óttast var að meiðslin væru alvarleg en nú er ljóst að Coquelin verður frá í þrjár vikur.

Frakkinn missir af leiknum gegn Basel í Meistaradeildinni á morgun sem og af leiknum gegn Burnley á sunnudag.

Í næstu viku tekur við landsleikjahlé og Arsenal vonast til að Coquelin geti snúið aftur eftir að því lýkur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner