Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 27. september 2016 18:30
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Skorar alltaf þegar hann er glaður
Leikmaður 22. umferðar - Jón Gísli Ström (ÍR)
Jón Gísli Ström.
Jón Gísli Ström.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Það var mikil gleði í Neðra-Breiðholti síðasta laugardag þegar ÍR-ingar fengu bikarinn fyrir sigur í 2. deild karla. Liðið hafði tryggt sér efsta sætið fyrir lokaumferðina en lauk sumrinu með stæl og vann 3-1 sigur gegn Aftureldingu sem hefði fylgt Breiðholtsliðinu upp með sigri.

Jón Gísli Ström, Ström-vélin, hefur verið á eldi í liði ÍR í sumar, skorað alls 22 mörk, og skoraði hann tvö á laugardaginn. Hann er leikmaður umferðarinnar.

Arnar Þór Valsson, bestur þekktur sem Addó, er þjálfari Jóns Gísla hjá ÍR. Addó var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 síðasta laugardag. Þar sagði hann þetta um Jón Gísla:

„Hann spilar langbest þegar hann er ánægður og glaður. Það er eitt af því sem við unnum í hjá ÍR, að fá gleðina hjá honum aftur og þá skorar hann alltaf. Hann er með markanef eins og hefur sýnt sig í sumar," segir Addó.

„Ég tel að ef hann tekur næsta skref eins og aðrir þá eigi hann að geta gert góða hluti í Inkasso-deildinni. Hann hefur verið gríðarlega flottur. Það er svo gott að hafa menn í liðinu sem maður býst alltaf við að skori. Ef þú heldur núllinu þá vinnurðu leikinn."

ÍR-ingar hafa verið nálægt því að komast upp úr 2. deildinni en í sumar hefur allt gengið upp og liðið var klárlega það langbesta í deildinni.

„Ég tel að við séum tilbúnari í þetta en síðustu ár. Þetta er fyrsta árið síðan sem ég kom að það er smá pressa á að fara upp. Það er allt á blússandi siglingu hjá félaginu, fjölgar í yngri flokkum og mikill meðbyr með okkur," segir Addó.

Sjá einnig:
Bestur í 21. umferð - Jóhann Þórhallsson (Völsungur)
Bestur í 20. umferð - Viðar Þór Sigurðsson (KV)
Bestur í 19. umferð - Kristinn Justiniano Snjólfsson (Sindri)
Bestur í 18. umferð - Sólon Breki Leifsson (Vestri)
Bestur í 17. umferð - Jonathan Hood (Ægir)
Bestur í 16. umferð - Arnór Breki Ásþórsson (Afturelding)
Bestur í 15. umferð - Daði Ólafsson (ÍR)
Bestur í 14. umferð - Viktor Smári Segatta (Grótta)
Bestur í 13. umferð - Friðrik Ingi Þráinsson (Höttur)
Bestur í 12. umferð - Kristján Ómar Björnsson (ÍR)
Bestur í 11. umferð - Björn Anton Guðmundsson (ÍR)
Bestur í 10. umferð - Jón Gísli Ström (ÍR)
Bestur í 9. umferð - Sergina Modou Fall (Vestri)
Bestur í 8. umferð - Einar Bjarni Ómarsson (KV)
Bestur í 7. umferð - Duje Klaric (Sindri)
Bestur í 5. umferð - Stefán Ari Björnsson (Grótta)
Bestur í 4. umferð - Nik Chamberlain (Afturelding)
Bestur í 3. umferð - Hafsteinn Gísli Valdimarsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Viktor Örn Guðmundsson (KV)
Bestur í 1. umferð - Viktor Smári Segatta (Grótta)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner