Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 27. september 2016 15:30
Elvar Geir Magnússon
Zlatan úti að borða í Mílanó - Ekki með gegn Zorya
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho hefur gefið sænska sóknarmanninum Zlatan Ibrahimovic nokkurra daga frí eftir stíft leikjaálag í upphafi tímabils í ensku úrvalsdeildinni.

Ítalskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Zlatan hafi farið út að borða í Mílanó í gær, á veitingastað sem er í eigu Roberto Okabe. Með Zlatan í för var Clarence Seedorf, fyrrum liðsfélagi hans hjá AC Milan.

Það lítur því út fyrir að Zlatan verði verði ekki með í Evrópudeildarleiknum gegn Zorya á Old Trafford á fimmtudagskvöld.

Zlatan spilaði 27 mínútur í tapi gegn Feyenoord í fyrstu umferð og ljóst að Mourinho einbeitir sér að úrvalsdeildinni.

Athygli vekur samt að Zlatan fái hvíld rétt fyrir landsleikjahlé en hann er hættur að spila með sænska landsliðinu.

Hvað er Zorya? FC Zorya Luhansk er lið frá austurhluta Úkraínu en liðið varð bikarmeistari í heimalandinu á síðasta tímabili. Það situr í öðru sæti úkraínsku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Shakhtar Donetsk.
Athugasemdir
banner
banner
banner