mið 28. september 2016 07:00
Fótbolti.net
Besta og versta lið Arsene Wenger hjá Arsenal
Robert Pires og Arsene Wenger.
Robert Pires og Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Á laugardaginn verða 20 ár liðin frá því að Arsene Wenger tók til starfa hjá Arsenal. Wenger hefur svo sannarlega litað enska boltann þessa tvo áratugi.

Daníel Geir Moritz er annar umsjónarmanna Innkastsins, hljóðvarpsþáttar Fótbolta.net, en hann er einnig mikill stuðningsmaður Arsenal.

Í nýjasta þætti Innkastsins opinberaði Daníel heimavinnu sína sem fólgst í að setja saman ellefu manna lið skipað bestu leikmönnunum á þessu 20 ára Wenger-tímabili. Stillt var upp í 4-4-2 en einnig má sjá hvaða ár viðkomandi leikmaður spilaði fyrir Arsenal.

Markvörður:
David Seaman 1990–2003

Varnarmenn:
Lauren 2000–2006
Laurent Koscielny 2010–
Tony Adams 1983–2002
Ashley Cole 1999–2006

Miðjumenn:
Marc Overmars 1997–2000
Patrick Vieira 1996–2005
Gilberto Silva 2002-2008
Robert Pires 2000–2006

Sóknarmenn:
Dennis Bergkamp 1995–2006
Thierry Henry 1999–2007

Hann setti líka saman versta lið Wenger og má sjá það hér að neðan:
Manuel Almunia
Oleh Luzhny
Igors Stepanovs
Sébastien Squillaci
Mikael Silvestre
Alexander Hleb
Denílson
Junichi Inamoto
Jose Antonio Reyes
Kaba Diawara
Francis Jeffers

Hlustaðu á Innkastið í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner