Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. september 2016 17:50
Magnús Már Einarsson
1. deild kvenna: Haukar burstuðu Grindavík í úrslitum
Haukar unnu 1. deildina.
Haukar unnu 1. deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík 1 - 5 Haukar
1-0 Dröfn Einarsdóttir ('3)
1-1 Þórdís Elva Ágústsdóttir ('26)
1-2 Dagrún Birta Karlsdóttir ('52)
1-3 Heiða Rakel Guðmundsdóttir ('54)
1-4 Hildigunnur Ólafsdóttir ('57)
1-5 Alexandra Jóhannsdóttir ('90)
Smelltu hér til að sjá textalýsingu frá leiknum

Haukar tryggðu sér í kvöld sigur í 1. deild kvenna en liðið burstaði Grindavík 5-1 í úrslitaleik. Bæði þessi lið leika í Pepsi-deildinni að ári en þau tryggðu sætið þar fyrir helgi.

Staðan var 1-1 í leikhléi en Haukar skoruðu þrjú mörk á sex mínútna kafla í síðari hálfleik og tryggðu sigurinn.

Úrslitaleikurinn fór fram í Grindavík en varpað var hlutkesti upp á leikstað.

Viðtöl eftir leikinn koma inn á Fótbolta.net innan tíðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner