banner
   þri 27. september 2016 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vardy útskýrir hvernig vodka hélt honum frá keppni
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy er einn af bestu leikmönnum í sögu Leicester City, enda í aðalhlutverki er Leicester vann Englandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili.

Vardy er ansi litríkur karakter og eru til margar sögur af honum, sannar og ósannar, en hér fyrir neðan er brot úr sjálfsævisögu hans þar sem hann segir frá því þegar of mikil vodka drykkja hélt honum frá keppni.

„Ég var með dauða löpp sem eru frekar venjuleg meiðsli sem tekur ekki langan tíma að ná sér aftur eftir, en fyrir mig tók það alltof langan tíma," stendur í sjálfsævisögunni.

„Heima hjá mér átti ég þriggja lítra flösku af vodka sem ég setti alltaf helling af Skittles í og beið svo eftir að nammið myndi leysast upp svo ég gæti sett meira í flöskuna.

„Þegar mér leiddist heima á kvöldin fékk ég mér glas af Skittles-vodkanum og slakaði á, en hafði ekki hugmynd um að það hefði áhrif á meiðslin.

„Dave Rennie, sjúkraþjálfarinn, skildi ekkert í því hvers vegna ég sýndi engin batamerki og talaði við mig í einrúmi á æfingu. Hann spurði mig hvað í ósköpunum ég væri að gera, og ég sagðist bara vera að gera það sem ég geri alltaf. Svo útskýrði ég fyrir honum að það væri venjulegt fyrir mér að drekka Skittles-vodka.

„Í kjölfarið útskýrði Dave fyrir mér hvernig áfengi virkar á líkamann og ég náði mér af meiðslunum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner