Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 28. september 2016 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Breiðablik fær Ajax í heimsókn í Evrópukeppni unglingaliða
Mynd: Raggi Óla
2. flokkur Breiðabliks tekur á móti Ajax í Evrópukeppni unglingaliða í dag. Liðin sem taka þátt eru öll skipuð leikmönnum 19 ára og yngri.

Blikar eiga heimaleik í dag og útileik eftir þrjár vikur í Amsterdam, en liðið sem kemst áfram fer í næstu umferð útsláttarkeppninnar og getur þaðan komist í aðalkeppnina, þar sem unglingalið meistaradeildarfélaga mætast.

Stjarnan tók þátt í fyrra en var slegið út af Elfsborg og nú bíður Blikum ansi erfitt verkefni, enda er Ajax þekkt víða um heim fyrir frábært unglingastarf.

Blikar eru óheppnir að mæta liði á stærðargráðu við Ajax, en Roma er eina félagið í útsláttarkeppninni sem er í sama gæðaflokki.

Leikur dagsins:
16:00 Breiðablik U19 - Ajax U19 (Kópavogsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner