mið 28. september 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Walcott segist vera tilbúinn til að stíga upp
Mynd: Getty Images
Theo Walcott var eitt sinn talinn vera eitt mesta efni Englands en náði aldrei að standast þær kröfur sem fólk gerði til hans.

Walcott er orðinn 27 ára gamall og er búinn að standa sig mjög vel á upphafi tímabils, með þrjú mörk í sex leikjum.

„Ég er búinn að breyta hugarfarinu mínu og mér líður mun betur en nokkurn tímann áður. Ég er gjörbreyttur maður og eina sem ég vil gera er verða betri og betri," sagði Walcott.

„Mér hefur alltaf liðið eins og ég þyrfti að endurborga þeim sem hafa hjálpað mér í gegnum tíðina, en núna er ég hættur því og byrjaður að gera þetta fyrir sjálfan mig. Ég hugsaði líklega of mikið um aðra og of lítið um sjálfan mig í fortíðinni, en núna er það breytt og ég er tilbúinn til að stíga upp.

„Ég nýt lífsins og fótboltans, það koma uppsveiflur og niðursveiflur en núna gengur allt frábærlega."

Athugasemdir
banner
banner
banner