Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. september 2016 10:00
Magnús Már Einarsson
Ásgeir Sigurgeirs eftirsóttur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ásgeir Sigurgeirsson er eftirsóttur eftir góða frammistöðu með KA í Inkasso-deildinni í sumar.

Ásgeir er samningsbundinn norska félaginu Stabæk fram á næsta sumar en hann vill samkvæmt heimildum Fótbolta.net spila í Pepsi-deildinni á næsta ári.

KA hefur mikinn áhuga á að halda Ásgeiri og félagið er fyrsti kostur hjá leikmanninum sjálfum. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa þó mörg önnur lið í Pepsi-deildinni sýnt honum áhuga.

Ásgeir skoraði átta mörk í sautján leikjum í Inkasso-deildinni með KA í sumar og var eftir tímabilið valinn bestur af stuðningsmönnum liðsins.

Hinn 19 ára gamli Ásgeir lék með Völsungi í 1 og 2. deildinni áður en hann fór til Stabæk árið 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner