Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. september 2016 12:06
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns skrifar undir nýjan samning við FH (Staðfest)
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Heimir Guðjónsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Íslandsmeistara FH en þetta kemur fram á Twitter.

Heimir hefur gert FH að Íslandsmeisturum sem aðalþjálfari fimm sinnum en hann tók við liðinu fyrir tímabilið 2008.

Þar á undan var hann aðstoðarþjálfari og fyrirliði FH-inga en hann hefur samtals átta sinnum orðið Íslandsmeistari hjá félaginu.

FH-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í ár þegar tvær umferðir voru eftir af mótinu en liðið fær bikarinn í hendurnar eftir síðasta heimaleik sinn á laugardag. Þá verður leikið gegn ÍBV í Kaplakrikanum.

Liðið náði hinsvegar ekki markmiðum sínum í Evrópukeppninni í sumar og féll úr leik gegn ÍBV í undanúrslitum bikarkeppninnar.

Heimir hefur fyrir löngu sannað sig sem einn allra besti þjálfari landsins og er það mikið fagnaðarefni fyrir stuðningsmenn FH að halda honum við stjórnvölinn.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner