Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. september 2016 12:43
Magnús Már Einarsson
Andy Caroll í veseni eftir tveggja daga fyllerí
Andy Carroll og Randolph á McDonalds í gær eftir að hafa djammað fram á morgun.
Andy Carroll og Randolph á McDonalds í gær eftir að hafa djammað fram á morgun.
Mynd: Getty Images
Andy Carroll og Darren Randolph, leikmenn West Ham, eru komnir í vandræði en þeir eru sakaðir um að hafa misst sig aðeins í gleðinni eftir liðspartý hjá West Ham í fyrrakvöld.

West Ham hefur tapað fimm af fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni en Slaven Bilic, stjóri liðsins, ákvað á mánudagskvöld að leyfa leikmönnum að hittast á ítölskum veitingastað og gera sér glaðan dag.

Flestir leikmenn West Ham höguðu sér vel og fóru snemma heim en hins vegar bárust fréttir af því á Twitter í gær að Carroll og Randolph hafi verið á djamminu til 7 um morguninn.

Þá sást til þeirra á McDonalds stað þar sem þeir voru að fá sér að borða eftir djammið.

Það var þó ekki nóg fyrir Carroll og Randolph því þeir héldu drykkjunnni áfram eftir hádegi í gær. Samkvæmt myndum á Twitter voru þeir félagar þá mættir á bar þar sem þeir héldu áfram að fá sér í glas.

Carroll er frá keppni vegna meiðsla í augnablikinu en hann hefur áður komist í fréttirnar utan vallar.

Twitter færslur Carroll þóttu furðulegar í gær en þar birti hann meðal annars mynd af farsíma sínum sem var brotinn. Stuðningsmenn West Ham spurðu Carroll ítrekað til baka á Twitter hvort hann væri drukkinn.

West Ham ætlar að skoða málið og Carroll og Randolph gætu átt von á refsingu í kjölfarið. „Félagið ætlar að skoða þessar ásakanir og taka á málinu á réttan hátt," sagði í yfirlýsingu frá West Ham í dag.






Athugasemdir
banner
banner
banner