Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 29. september 2016 09:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Roy Keane: Stóri Sam er heimskur kjáni
Roy Keane
Roy Keane
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og núverandi aðstoðarþjálfari írska landsliðsins, segir að Stóri Sam Allardyce sé heimskur og kjáni eftir að hafa gert sig sekann um að þiggja peninga fyrir ráð um hvernig mætti sniðganga reglur enska knattspyrnusambandsins.

Keane var að vinna hjá ITV sjónvarpsstöðinni er hann var spurður út í málið.

„Allardyce er sekur um að vera kjánalegur og heimskur," sagði Keane.

„Þetta er ekki búið að vera góðir dagar fyrir fótboltann en þetta kemur ekki á óvart þegar það er svona mikið af peningum í leiknum."
Athugasemdir
banner
banner