Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 29. september 2016 11:30
Magnús Már Einarsson
Myndband: 20 ár frá sigri ÍA á KR í úrslitaleik um titilinn
Bjarni Guðjóns var 17 ára þegar hann skoraði tvö gegn KR.
Bjarni Guðjóns var 17 ára þegar hann skoraði tvö gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árið 1996 unnu Skagamenn þrennuna þegar þeir unnu Íslandsmeistaratitilinn, bikarmeistaratitilinn og deildabikarinn. Það ár mættust ÍA og KR í hreinum úrslitaleik um Íslandmeistaratitilinn í lokaumferð Sjóvá-Almennra deildarinnar. Í dag eru nákvæmlega 20 ár liðin frá þeim leik.

5801 áhorfendur mættu á leikinn á Akranesi árið 1996 en 600 fleiri mættu á völlinn þegar FH og Stjarnan mættust í úrslitaleik titilinn.

KR nægði jafntefli til að landa titilinum en ÍA þurfti sigur. Á endanum höfðu skagamenn betur 4-1 en hinn 17 ára gamli Bjarni Guðjónson skoarði tvívegis í leiknum.

ÍA 4 - 1 KR
1-0 Ólafur Adolfsson ('44)
2-0 Haraldur Ingólfsson ('64)
2-1 Ríkharður Daðason ('70)
3-1 Bjarni Guðjónsson ('84)
4-1 Bjarni Guðjónsson ('86)

Hér að neðan má sjá myndband sem ÍA birti í dag til að rifja upp tvennuna 1996.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner