banner
   fim 29. september 2016 13:00
Magnús Már Einarsson
Rostov í vandræðum - Banana hent inn á völlinn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Rússneska félagið FC Rostov á von á refsingu frá UEFA eftir kynþáttafordóma á hjá áhorfendum í 2-2 jafnteflinu gegn Ajax í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Stuðningsmenn Rostov voru með kynþáttafordóma í leik gegn Ajax í ágúst síðastliðnum og í kjölfarið skipaði UEFA að félagið þyrfti að loka hluta af stúkunni í leiknum gegn PSV í gær.

Það skilaði ekki tilætluðum árangri því að stuðningsmenn Rostov urðu uppvísir að kynþáttafordómum í gær.

Stuðningsmennirnir köstuðu banana inn á völlinn eftir átta mínútna leik. Bananinn var í kjölfarið inni á vellinum í að minnsta kosti fimmtán mínútur.

Kynþáttafordómar hafa verið vandamál í rússneska boltanum undanfarin ár og CSKA Moskva hefur til að mynda nokkrum sinnum fengið refsingu frá UEFA vegna fordóma hjá stuðningsmönnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner