Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 29. september 2016 15:00
Magnús Már Einarsson
Rashford ekki í U21 - Aftur í A-landsliðið
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford er ekki í enska U21 árs landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM gegn Kasakstan og Bosníu & Hersegóvínu.

Þetta þýðir að Rashford verður væntanlega valinn í enska landsliðshópinn á ný fyrir leikina gegn Möltu og Slóveníu í undankeppni HM.

Rashford var í A-landsliðinu á EM í sumar en í síðasta mánuði skoraði hann þrennu gegn Norðmönnum með U21 árs liðinu.

Gareth Southgate er þjálfari U21 árs landsliðsins en hann hefur nú tekið tímabundið við A-landsliðinu út árið eftir að Sam Allardyce hætti í vikunni. Aidy Boothroyd stýrir U21 árs liðinu á meðan.

Hér að neðan má sjá U21 árs hópinn hjá Englendingum.



Athugasemdir
banner
banner
banner