banner
   fös 30. september 2016 08:00
Fótbolti.net
Lið ársins í Inkasso og 2. deildinni opinberuð í kvöld
Grindavík og KA fóru upp úr Inkasso-deildinni í sumar.
Grindavík og KA fóru upp úr Inkasso-deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Klukkan 21:00 í kvöld mun Fótbolti.net opinbera lið ársins í 1. og 2. deild karla fyrir sumarið 2014 og verður verðlaunafhending í Pedersen svítunni í gamla bíó.

Þetta er fjórtánda árið í röð sem við útnefnum lið ársins fyrir þessar deildir og um leið verður leikmaður ársins, þjálfari ársins og efnilegasti leikmaðurinn útnefndur. Þetta er einnig í tólfta árið í röð sem sérstök verðlaunaafhending fer fram að þessu tilefni.

Lið ársins er valið af þjálfurum og fyrirliðum liðanna í 1. og 2.deild en þeir máttu að sjálfsögðu ekki velja menn úr sínu liði.

Það var fyrst 2003 sem við tókum upp á því að standa fyrir vali á liði ársins. Þá var þetta mun minna í sniðum og margir leikmenn sem fengu jafnmörg atkvæði og því fleiri en ellefu í liðinu.

Árið 2005 fór fram opinber verðlaunaafhending í fyrsta sinn og er þetta því tólfta árið í röð sem verðlaunaafhendingin fer fram.

Eldri lið ársins í 1 og 2.deild:
Lið ársins í 1.deild 2015
Lið ársins í 2.deild 2015
Lið ársins í 1.deild 2014
Lið ársins í 2.deild 2014
Lið ársins í 1.deild 2013
Lið ársins í 2.deild 2013
Lið ársins í 1.deild 2012
Lið ársins í 2.deild 2012
Lið ársins í 1.deild 2011
Lið ársins í 2.deild 2011
Lið ársins í 1.deild 2010
Lið ársins í 2.deild 2010
Lið ársins í 1.deild 2009
Lið ársins í 2.deild 2009
Lið ársins í 1.deild 2008
Lið ársins í 2.deild 2008
Lið ársins í 1.deild 2007
Lið ársins í 2.deild 2007
Lið ársins í 1.deild 2006
Lið ársins í 2.deild 2006
Lið ársins í 1.deild 2005
Lið ársins í 2.deild 2005
Lið ársins í 1.deild 2004
Lið ársins í 2.deild 2004
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner