Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. september 2016 20:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Stjóri Gylfa: Tap gegn Liverpool gæti kostað mig starfið
Francesco Guidolin
Francesco Guidolin
Mynd: Getty Images
Francesco Guidolin, knattspyrnustjóri Swansea, viðurkennir að hann gæti verið rekinn frá félaginu ef honum mistekst að stýra þeim til sigurs gegn Liverpool um helgina.

Swansea er í 17. sæti deildarinnar eftir einn sigur í fyrstu sex leikjum tímabilsins. Hann segist hafa rætt við Huw Jenkins, framkvæmdastjóra félagsins um framtíð sína.

Ítalinn var spurður út í framtíð sína á fréttamannafundi í dag og hvort leikurinn gegn Liverpool gæti verið hans síðasti.

„Kannski, það gæti veirð svoleiðis. Ég talaði við framkvæmdastjórann í síðustu viku en ég ætla að einbeita mér að leiknum gegn Liverpool. Tap gæti kostað mig starfið," sagði hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner