Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fim 29. september 2016 19:16
Aron Elvar Finnsson
Lárus Orri: Tilfinningin er góð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Tilfinningin er fín. Ég hlakka til að takast á við þetta en ég veit að þetta verður erfitt. Ég veit hvernig svona starf er og þetta er krefjandi. En tilfinningin er góð,” sagði Lárus Orri Sigurðsson nýráðinn þjálfari karlaliðs Þórs. Lárus skrifaði undir þriggja ára samning nú í kvöld en Kristján Örn, bróðir hans, verður spilandi aðstoðarþjálfari.

Lárus Orri hefur þjálfað Þór áður en hann hætti síðast með liðið árið 2010. Hann segir ákvörðunina um að snúa aftur ekki hafa verið erfiða.
„Nei það var það í rauninni ekki. Þegar maður skoðaði allt saman gaumgæfilega var ákvörðunin ekki erfið. Það eru kostir og gallar við það að koma aftur í félag og maður verður bara að nýta sér þá kosti og vara sig á göllunum. En sérstaklega eftir að Krissi(Kristján Örn) var klár í þetta með mér, þá var þetta aldrei spurning.”

Eins og áður kom fram verður Kristján Örn Sigurðsson spilandi aðstoðarþjálfari, en hann var búinn að leggja skóna á hilluna. Hann ákvað þó að slá til þegar tilboðið barst.
„Það eru mjög góðar fréttir fyrir mig, og fyrir Þór. Síðan að Krissi hætti að spila þá er hann búinn að halda sér mjög fit þannig ég bara hlakka til að vinna með honum sem þjálfara og sem leikmanni,” bætti Lárus Orri við.

Þórsarar hafa lagt mikið upp úr því að byggja upp lið á heimastrákum og segir Lárus að engin breyting verði á því.
„Við ætlum bara að halda áfram með það sem er búið að vera að gera undanfarin ár. Við komum til með að líta í yngri flokkana og ungu strákana sem eru hérna. Þeim verður gefinn allur sá möguleiki sem fyrir hendi er og það er bara undir þeim komið að standa sig og taka þann möguleika.”

Nánar er rætt við Lárus Orra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner