fim 29. september 2016 21:50
Jóhann Ingi Hafþórsson
Dundalk að mokgræða á Evrópudeildinni
Úr leik Dundalk og FH
Úr leik Dundalk og FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Írsku meistararnir í Dundalk unnu Viðar Örn Kjartansson og félaga í Maccabi Tel Aviv í Evrópu deildinni í kvöld.

Ciarán Kilduff skoraði eina mark leiksins en þetta var í fyrsta skipti sem írskt lið vinnur leik í riðlakeppni í Evrópukeppni.

Fyrir sigurinn fékk Dundalk 1,6 milljónir evra en þess má geta að félagið þyrfti að vinna írsku deildina á hverju einasta ári þangað til 2031 til að fá sama verðlaunafé og þeim tókst að vinna sér inn á 90 mínútum í kvöld.

1,6 milljónir evra eru um 205 milljónir króna en eins og flestir vita tapaði FH gegn Dundailk í forkeppni Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner