Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. september 2016 09:30
Elvar Geir Magnússon
Verður Klinsmann stjóri Gylfa?
Powerade
Jurgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins.
Jurgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Chelsea.
Antonio Conte, stjóri Chelsea.
Mynd: Getty Images
Það er föstudagur. Uppskriftin af góðum degi hefst á kaffibolla og lestri á slúðri dagsins. Njótið.

Eddie Howe (38), knattspyrnustjóri Bournemouth, verður líklega boðaður í viðtal hjá enska knattspyrnusambandinu vegna landsliðsþjálfarastarfsins. Sambandið vill einnig funda með Arsene Wenge, stjóra Arsenal, og Gareth Southgate. (Daily Mirror)

Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, er á þriggja nafna lista Swansea yfir mögulega kosti til að taka við stjórastarfinu af Francesco Guidolin ef hann verður rekinn. Swansea hefur byrjað ensku úrvalsdeildina illa. (Daily Star)

Enska knattspyrnusambandið mun funda með lögreglunni í London í næstu viku þegar rannsókn hefst á spillingu innan enska fótboltans. (Guardian)

Wenger mun skoða möguleikann á að kaupa Marco Reus, miðjumann þýska landsliðsins og Borussia Dortmund, ef Mesut Özil fer aftur til Real Madrid. (TuttoMercatoWeb.com)

Þýska blaðið Bild segir að Özil hafi gert nýjan stóran samning við Arsenal og muni taka treyju númer 10 af Jack Wilshere. (Bild)

Liverpool og Leicester hafa áhuga á sænska sóknarmanninum Alexander Isak (17) hjá AIK. Strákurinn hefur verið kallaður „næsti Zlatan Ibrahimovic". (Liverpool Echo)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, hefur beðið um endurnýjun á leikmannahópi sínum. Bláliðar munu reyna að fá varnarmanninn Leonardo Bonucci (29) frá Juventus. (Times)

Chelsea ætlar að kalla miðjumanninn Mario Pasalic (21) til baka úr láni hjá AC Milan í janúar. (Calciomercato.com)

Ronald Koeman, stjóri Everton, segir að sínir menn hafi andleg vandamál þegar kemur að því að spila hans kraftmikla leikstíl. (Daily Telegraph)

Aðstoðarstjórinn Chris Powell er líklegastur til að taka við af Nigel Pearson sem stjóri Derby County ef Pearson verður rekinn. Félagið setti Pearson í bann á mánudag. (Daily Telegraph)

Arsenal horfir til Moussa Dembele (20) hjá Celtic en Real Madrid og Bayern München hafa einnig áhuga á Frakkanum. (Sun)

Fernandinho (31), miðjumaður Manchester City, segir að leikmenn eigi í vandræðum með að halda í ákefðina sem Pep Guardiola vill. (Daily Mirror)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, reyndi að kaupa miðjumanninn Paul Pogba (23) frá Juventus þegar hann var við stjórnvölinn hjá Chelsea 2015. (Daily Express)

Arjen Robben (33), vængmaður Bayern München, vonast til að fá nýjan samning við Þýskalandsmeistarana. (Daily Mail)

Joe Hart (29), miðjumaður Manchester City og enska landsliðsins, er tilbúinn að vera áfram hjá Torino á Ítalíu þar sem honum líður vel á Ítalíu og hefur komið sér vel fyrir. (Tuttosport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner