fös 30. september 2016 19:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Harpa Þorsteins best í Pepsi - Lillý efnilegust
Harpa tók á móti verðlaunum eftir sigur Stjörnunnar í dag
Harpa tók á móti verðlaunum eftir sigur Stjörnunnar í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harpa Þorsteinsdóttir hjá Stjörnunni er besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna þetta sumarið, en frá þessu var greint eftir leik Stjörnunnar og FH í dag. Lillý Rut Hlynsdóttir úr Þór/KA var valin efnilegust og Elías Ingi Árnason var valinn besti dómarinn.

Venj­an hef­ur verið að af­henda verðlaun­ á borð við þessi á loka­hófi KSÍ. Í fyrra var það gert á upp­skeru­hátíðum fé­lag­anna, en nú er það gert í leiks­lok í síðustu um­ferðinni. Það eru leik­menn liðanna í deild­inni sem greiða at­kvæði í kosn­ing­unni.

Harpa var sem fyrr lykilmaður í liði Stjörnunnar sem hampaði Íslandsmeistaratitlinum eftir harða baráttu. Hún skoraði 20 mörk í 16 leikjum með Stjörnunni og var ennfremur markahæst í Pepsi-deild kvenna. Harpa fékk afhent Icelandairhornið, eftir leik Stjörnunnar og FH í lokaumferðinni, ásamt því að fá eignaskjöld og ferðavinning frá Icelandair.

Lillý Rut er 19 ára gömul, en hún lék alla 18 leiki Þórs/KA á tímabilinu og skoraði í þeim 2 mörk. Hún hefur leikið með U16, U17 og U19 ára landsliðum Íslands. Lillý fékk afhent Icelandairhornið, eftir leik ÍBV og Þórs/KA í lokaumferðinni, ásamt því að fá eignaskjöld og ferðavinning frá Icelandair.

Elías Ingi, sem dæmir fyrir KH, er vel að þessari nafnbót kominn en hann dæmdi 10 leiki í Pepsi-deild kvenna í sumar og var varadómari á leik Stjörnunnar og FH í lokaumferðinni í dag.

Þá fékk Málfríður Erna Sigurðardóttir, leikmaður Breiðabliks, háttvísiverðlaun Borgunar fyrir keppnistímabilið 2016, en verðlaunin eru veitt leikmanni sem hefur sýnt af sér heiðarlega framkomu á velli. Það er Háttvísinefnd KSÍ sem stendur að valinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner