Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. september 2016 21:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pardew: Þetta var harður dómur
Alan Pardew, stjóri Crystal Palace
Alan Pardew, stjóri Crystal Palace
Mynd: Getty Images
„Það kom fyrir nokkrum sinnum snemma að leikmenn Everton sýndu gæði sín. Þeir tóku forystuna, en gáfum ekkert eftir og gerðum mjög vel í seinni hálfleiknum," sagði Alan Pardew, stjóri Crystal Palace, í viðtali eftir 1-1 jafntefli gegn Everton í kvöld.

Pardew var spurður út í vafasama dóma eftir leik. Hann segir að aukaspyrnan sem Romelu Lukaku skoraði úr hafi verið harður dómur og þá var hann ósáttur með mark sem var dæmt af Damien Delaney.

„Ég var smá vonsvikinn með það að dómarinn skyldi gefa þessa aukaspyrnu. Þetta var harður dómur," sagði Pardew um aukaspyrnudóminn og þar næst á eftir var hann spurður út í markið sem tekið var af Delaney.

„Astoðardómarinn gaf mér þá útskýringu að hann hélt það að Damien hefði verið rangstæður, en endursýningar í sjónvarpinu sýna að hann var það ekki. Ef þetta var dómurinn hans þá getum við verið smá súrir með það."
Athugasemdir
banner
banner
banner