Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
   lau 01. október 2016 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander Veigar: Aldrei verið partur af jafngóðu liði
Besti leikmaðurinn í Inkasso-deildinni sumarið 2016
Besti leikmaðurinn í Inkasso-deildinni sumarið 2016
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég get nú ekki alveg sagt það," sagði Alexander Veigar Þórarinsson, leikmaður Grindavíkur, aðspurður að því hvort að hann hefði búist við því að standa uppi sem besti leikmaður Inkasso-deildarinnar fyrir tímabilið. „Ég vissi alveg að ég hefði burði til þess, en þegar ég byrjaði að æfa í mars þá var þetta náttúrulega eitthvað sem maður bjóst ekki við. Þetta kemur mér samt ekkert rosalega óvart þegar fór að líða á sumarið."

Alexander var í gær valinn besti leikmaður Inkasso-deildarinnar á lokahófi Fótbolta.net. Það voru leikmennirnir og þjálfararnir í deildinni sem sáu um valið.

„Þetta er langskemmtilegasta tímabilið sem ég hef spilað og langbesta persónulega hjá mér líka, ég hef aldrei verið partur af jafngóðu liði og eins góðum liðsanda. Það voru allir á því að spila skemmtilegan bolta og það er mjög gaman að vera í liði þar sem að eru margir leikmenn sem vilja spila skemmtilegan og góðan fótbolta."

Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagði í viðtali á dögunum að Grindavík ætlaði sér að vera með baráttunni um Evrópusæti á næsta leiktímabili, en Alexander segir að það sé gott byrjunarmarkmið að halda sér í deildinni.

„Jónas svaraði því nú í viðtali um daginn, það er bara topp þrír. En hann var kannski mögulega að hugsa um langtímamarkmið, ég held að það sé mjög gott markmið að byrja á því að halda sér í deildinni síðan veit maður ekkert hvað gerist."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner