Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 01. október 2016 13:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Liverpool í annað sætið eftir sigur á Gylfa og félögum
Það er gleði hjá Liverpool þessa stundina
Það er gleði hjá Liverpool þessa stundina
Mynd: Getty Images
Swansea 1 - 2 Liverpool
1-0 Leroy Fer ('8 )
1-1 Roberto Firmino ('54 )
1-2 James Milner ('84, víti )

Það var hörkuleikur í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu þar sem Swansea og Liverpool mættust á Liberty-vellinum í Wales. Þetta var annar leikurinn í sjöundu umferðinni.

Sw­an­sea City hef­ur farið illa af stað í deild­inni á þessu tímabili, en liðið var fyrir leikinn í 17. sæti deild­ar­inn­ar með fjög­ur stig. Li­verpool var hins veg­ar með 13 stig og sat í fimmta sæti deild­ar­inn­ar fyrir leikinn.

Heimamenn í Swansea byrjuðu betur og eftir rúmar átta mínútur tók Gylfi Þór Sigurðsson hornspyrnu. Spánverjinn Borja Baston skallaði boltann og Leroy Fer kom boltanum í netið, 1-0 fyrir Swansea eftir átta mínútur. Þannig var staðan í hálfleik, 1-0 fyrir heimamenn.

Eftir tæpar tíu mínútur í seinni hálfleiknum jafnaði Roberto Firmino metin með hnitmiðuðum skalla eftir hornspyrnu frá Jordan Henderson. Firmino var einn á auðum sjó í teignum og átti ekki í miklum vandræðum með að skalla boltann í teignum.

Sigurmarkið hjá Liverpool kom svo þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Þá fengu gestirnir vítaspyrnu og úr henni skoraði James Milner, en hann er ekki mikið fyrir að klúðra vítaspyrnum, lokatölur á Liberty-vellinum 2-1 fyrir Liverpool.

Liverpool er nú komið upp í annað sæti deildarinnar með 16 stig, en það eru vandræði hjá Swansea og líkur eru á því að Francesco Guidolin verði látinn taka pokann sinn á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner