Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 01. október 2016 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sissoko leysir Eið Smára af í Indlandi (Staðfest)
Sissoko hér í baráttunni við Cristiano Ronaldo á sínum tíma
Sissoko hér í baráttunni við Cristiano Ronaldo á sínum tíma
Mynd: Getty Images
Ind­verska knatt­spyrnu­fé­lagið FC Pune City hef­ur gengið frá samn­ing­um við sene­galska miðju­mann­inn Mohamed Sis­so­ko. Hann ger­ir samn­ing út tíma­bilið í Indlandi og mun koma til með að leysa Eið Smára Guðjohnsen af hólmi.

Hinn 38 ára gamli Eiður Smári samdi við Pune City í síðasta mánuði eftir að hafa yfirgefið Molde í Noregi. Hann átti að vera stjörnuleikmaður Pune City á komandi tímabili, en hann meiddist á ökkla á dögunum og útlit er fyrir að hann verði frá keppni í nokkra mánuði.

„Fyrir nokkrum dögum fann ég til í vinstri ökklanum. Ég hélt að þetta væri bara smá hnjask en þetta reyndist vera meira en það," sagði Eiður eftir að meiðslin komu í ljós.

Indverska ofurdeildin hefst í næstu viku, en tímabilið þar er stutt og því lýkur í desember. Þess vegna ákvað Pune City að fá mann í staðinn fyrir Eið Smára og nú er Sissoko mættur.

Sissoko hefur spilað fyrir stórlið eins og Liverpool, Valencia, Juventus og PSG á ferlinum, en hann var síðast á mála hjá Shanghai Shenhua í Kína og nú er hann kom­inn yfir til Ind­lands.

„Um leið og FC Pune lýsti yfir áhuga á mér og ræddu við mig um áætlanir sínar, þá vissi ég að þetta var áskorun sem ég myndi elska að taka upp," sagði Sissoko þegar hann skrifaði undir samninginn.

Sjá einnig:
Eiður frá keppni í nokkra mánuði - Spilar ekkert í Indlandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner