Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   lau 08. október 2016 13:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hjörtur Hermanns: Ekki að fela okkur á bak við afsakanir
Viðtalið var tekið á Hótel Natura í morgun.
Viðtalið var tekið á Hótel Natura í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Það er náttúrulega bara spenningur í loftinu," sagði Hjörtur Hermannsson, fyrirliði U21 árs landsliðs Íslands, í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net nú áðan.

Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson ræddu við Hjört á hóteli U21-landsliðsins.

Framundan er leikur gegn Úkraínu í undankeppni EM og þar er allt undir.

Strákarnir í U21 landsliðinu geta með sigri gegn Úkraínu á þriðjudag tryggt sér sæti í lokakeppninni, sem fram fer í Póllandi, á næsta ári.

„Þegar maður lítur aftur í tímann og skoðar þessi viðtöl sem maður hefur verið að fara í þá er það strax ljóst frá fyrsta leik, heima á móti Makedóníu, að við vorum ekkert að fela okkur á bak við einhverjar afsakanir og við segjum bara að við ætlum að vinna þennan riðil," sagði Hjörtur ennfremur, en riðill Íslands er alls ekki sá auðveldasti.

Hjörtur vill sjá sem flesta á vellinum og hvetur fótboltafélög á landinu til þess að færa æfingar sínar í kringum leikinn. Leikurinn hefst klukkan 16:45 á þriðjudaginn.

„Það er rosalega mikið í húfi og við viljum fá sem flesta á völlinn. Mig langar að hvetja félögin á höfuðborgarsvæðinu og kannski víðar frá að "adjusta" kannski áætlunum sínum, færa æfingar til og hvetja iðkendur sína til þess að mæta á völlinn. Við viljum hafa sem flesta."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner