Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   þri 11. janúar 2005 15:19
Liverpool og Everton munu ekki deila velli
Nýji Anfield
Nýji Anfield
Þá er það orðið endanlega staðfest að Liverpool og Everton munu ekki deila heimavelli í framtíðinni. Íþróttamálaráðherra Englands, Richard Caborn, leitaðist eftir þessu og voru Everton honum sammála. Liverpool neituðu aftur á móti áformunum frá byrjun en þeir eru að fara í byggingu á nýjum glæsilegum velli í Stanley Park.

Talsmaður Liverpoolborgar sagði þetta í dag: "Það eru vonbrigði að liðin skuli ekki hafa komist að samkomulagi. En framkvæmdirnar á hinum nýja Anfield eru spennandi og munu lyfta öllu svæðinu. Við munum að sjálfsögðu hjálpa Everton að finna stað til að byggja nýjan leikvang."

Keit Wyness stjórnaformaður Everton sagði þetta um málið: "Við höfum alltaf sagt að við hefðum þrjá valkosti - að deila velli, að endurbyggja hluta af Goodison Park eða byggja nýjan leikvang."

Stjórnarformaður Liverpool, Rick Parry, vill að málið tefji ekki byggingu á hinum nýja lekvangi enn frekar: "Spurningin um sameiginlegan leikvang hefur verið skoðuð fram og til baka og henni hefur nú verið neitað. En eins og við höfum ítrekað bent á er þetta meira en nýr heimavöllur fyrir Liverpool Football Club.

Þetta hefur alltaf snúist um uppbygginguna í norður-Liverpool og kostina sem þetta hefur á efnahaginn hér í kring fyrir fólkið sem virkilega þarf á þessu að halda. Nú þegar málinu er loksins lokið vonum við að allir geti tekið höndum saman og klárað þetta verkefni (að byggja nýja völlinn) sem fyrst."


Kostnaður við nýja völlinn hefur hækkað úr 80 milljónum punda í 110 milljónir en hann mun taka um 60 þúsund manns í sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner