Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 19. október 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Öll 22 lið Sevilla unnu um helgina
Sevilla lagði Leganes að velli í spænsku efstu deildinni um helgina með þremur mörkum gegn tveimur.

Unglingastarfið hefur gengið afar vel hjá félaginu undanfarin ár og bætti félagið met um helgina þegar öll 22 lið félagsins unnu leiki sína með markatöluna 132-10.

Franco Vazquez, Samir Nasri og Pablo Sarabia skoruðu mörk Sevilla um helgina, en Nasri gerði einmitt sigurmark Sevilla gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Sevilla er í þriðja sæti spænsku deildarinnar, einu stigi á eftir Real og Atletico Madrid.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner