Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 21. október 2016 15:15
Elvar Geir Magnússon
Tímabilið í Tælandi blásið af eftir andlát konungs
Enginn fótbolti þar sem þjóðarsorg ríkir.
Enginn fótbolti þar sem þjóðarsorg ríkir.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tímabilinu í Tælandi er óvænt lokið eftir andlát konung landsins en tilkynnt hefur verið að þrjár síðustu umferðir deildarinnar verða ekki spilaðar. Það lið sem var á toppnum, Muangthong United, hefur verið krýnt Tælandsmeistari.

Tvö af þeim liðum sem falla hefðu átt möguleika á að bjarga sæti sínu í lokaumferðunum sem ekki verða leiknar. Þá verður kastað upp á hverjir verða krýndir sigurvegarar í úrslitaleik deildabikarsins.

Konungurinn Bhumibol Adulyadej lést í síðustu viku, 88 ára gamall. Ríkisstjórnin lýsti yfir 30 daga þjóðarsorg þar sem ætlast er til þess að fólk klæðist dökkum fötum og haldi sér frá afþreyingu eins og tónleikum eða íþróttaviðburðum.

Þau lið sem féllu hafa ákveðið að áfrýja þeirri ákvörðun að þrjár síðustu umferðirnar verði ekki spilaðar. Mikill þrýstingur var á félögin að samþykkja það að ljúka tímabilinu snemma þar sem í landslögum er það glæpur að gagnrýna konungsfjölskylduna.

Auglýsendingur hafa sett svartar ábreiður yfir auglýsingar þennan mánuð sem þjóðarsorgin stendur yfir. Fjölmörgum viðburðum hefur verið aflýst, þar á meða kvikmyndahátíðinni árlegu í Bangkok.

Anirut Nakasai, varaforseti félagsins Chainat Hornbill sem féll úr deildinni, hafði þetta að segja: „Við erum algjörlega sammála því að það hafi verið rétt ákvörðun að fresta leikjunum. En við teljum að það hefði verið rétt að leika umferðirnar síðar en ekki aflýsa þeim," segir Nakasai.
Athugasemdir
banner
banner
banner