banner
   lau 22. október 2016 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ein af hetjum Bandaríkjanna með heilaæxli
Lauren Holiday (í treyju númer 12) fagnar hér marki á HM
Lauren Holiday (í treyju númer 12) fagnar hér marki á HM
Mynd: Getty Images
Lauren Holi­day, ein af hetjum bandaríska kvennalandsliðsins frá Heimsmeistaramótinu á síðasta ári, hef­ur geng­ist und­ir aðgerð þar sem heila­æxli var fjar­lægt,

Það er aðeins mánuður síðan hún eignaðist sitt fyrsta barn, en hin 28 ára gamla Holiday var gengin átta mánuði á leið þegar hún var greind með heilaæxli í september. Hún ákvað að eiga barnið fyrst áður en hún tókst á við æxlið.

Holiday gerði garðinn frægan með bandaríska kvennalandsliðinu og skoraði til að mynda í 5-2 sigri á Japan í úrslitaleik HM í fyrra, en hún lagði skóna á hilluna eftir mótið. Hún skoraði 24 mörk í 133 lands­leikj­um og vann meðal ann­ars tvö gull­verðlaun á Ólymp­íu­leik­um.

Maðurinn hennar er körfuboltastjarnan Jrue Holiday, en hann hefur ákveðið að taka sér frí frá NBA-deildinni til þess að annast konu sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner