Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. október 2016 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fimm leikja bann og sekt fyrir að úthúða kvendómara
Alan McCormack (hér til hægri)
Alan McCormack (hér til hægri)
Mynd: Getty Images
Alan McCormack, leikmaður Brent­ford í ensku Championship-deildinni, var í gær úrskurðaður í fimm leikja bann og gert að greiða sex þúsund pund í sekt eft­ir að hafa verið upp­vís að kven­fyr­ir­litn­ingu í garð kven­kyns aðstoðardóm­ara í leik á dög­un­um.

Um­rædd­ur leik­ur var gegn Car­diff, liði Arons Ein­ars Gunn­ars­son­ar, en þeir sem voru á vell­in­um heyrðu um­mæli McCormack í garð Lisu Rashid, sem var aðstoðardóm­ari á leikn­um, og kvörtuðu til enska knatt­spyrnu­sam­bands­ins.

Hann fór fyrir aganefnd enska knattspyrnusambandsins og var í kjölfarið sektaður um sex þúsund pund, dæmdur í fimm leikja bann og þá var einnig ákveðið að senda hann á námskeið um réttindi kynjanna.

Þessi 32 ára gamli leikmaður mun missa af leikjum gegn Barnsley, QPR, Fulham, Blackburn og Birmingham í Championship-deildinni. Hann má spila næst þann 3. desember.
Athugasemdir
banner
banner
banner