Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. október 2016 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Ég fer heim áður en ég breytist
Guardiola klóraði sér í hausnum eftir 4-0 tap í vikunni
Guardiola klóraði sér í hausnum eftir 4-0 tap í vikunni
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er ekki á því að breyta um leikstíl þrátt fyrir 4-0 tap gegn Barcelona í Meistaradeildinni í vikunni. Hann segir að hann muni frekar hætta í starfi sínu hjá City og snúa heim en að breyta um leikstíl.

Það gekk allt mjög vel til að byrja með hjá Guardiola með Manchester City, en í síðustu leikjum hefur liðið verið í lægð. City-menn hafa ekki náð sigri í síðustu fjórum leikjum liðsins.

„Það sem gerist þegar ég hugsa um að breyta, þá fæ ég það út að lausnin er ekki betri en það sem ég trúi á að virki," sagði Guardiola við blaðamenn í dag.

„Veistu af hverju líka? Vegna þess að á sjö árum, hef ég unnið 21 titil. Það eru þrír titlar á ári, að spila á þennan hátt. Ég mun ekki breytast. Ég fer heim áður en ég breytist."
Athugasemdir
banner
banner