Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 22. október 2016 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gagnrýnir ensk félög - „Þú getur næstum talað um mannrán"
Rummenigge ræðir hér við Carlo Ancelotti
Rummenigge ræðir hér við Carlo Ancelotti
Mynd: Getty Images
Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, er þekktur fyrir það að vera stórorður á köflum. Hann var í áhugaverðu viðtali sem birtist í gær þar sem hann talaði um ensk félög og mannrán í sömu setningu.

Þýsku risarnir í Bayern eru að opna nýja unglingaakademíu næsta sumar og Rummenigge var mættur í þetta viðtal til þess að ræða um hana. Hann segir að þessi akademía verði frábrugðin þeim sem eru í Englandi þar sem þetta verða aðallega drengir sem koma frá München og þaðan frá.

„Við viljum ekki koma með einhverja 10- eða 11 ára gamla erlenda stráka til München eins og þeir ensku gera," sagði Rummenigge.

„Þú getur næstum talað um mannrán hjá þeim og ég myndi hafa siðferðislegar efasemdir um að gera eitthvað svona."

„Það er í forgangi hjá okkur að finna unga og efnilega stráka frá Bæjaralandi og Þýskalandi. Framtíðarleikmenn okkar verða frekar frá Rosenheim heldur en Ríó."
Athugasemdir
banner
banner