Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 22. október 2016 12:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland aftur í 4-3-3 - Margrét Lára fremst
Margrét Lára er í byrjunarliðinu í dag
Margrét Lára er í byrjunarliðinu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er þessa stundina að leika sinn annan l á Sincere Cup í Kína í dag, en leikurinn er gegn Dönum. Þetta er annar leikur Íslands á mótinu en stelpurnar okkar gerðu 2-2 jafntefli við Kína í fyrsta leiknum.

Það styttist í leikhlé, en Danmörk var nú fyrir stuttu að komast yfir. Eftir fallegt samspil milli Line Røddik og Katrine Veje fékk Johanna Rasmussen góða sendingu og hún kláraði færið vel.

Hér að neðan má sjá byrjunarliðið hjá Íslandi, en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson ákvað að breyta aftur í 4-3-3 eftir að hafa spilað fyrst leikinn í 3-5-2.

Það eru nokkrar breytingar hjá íslenska liðinu, en fyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir er aftur komin inn eftir að hafa ekki verið í byrjunarliðinu í fyrsta leik.

Hér að neðan má sjá byrjunarliðið hjá Íslandi í leiknum:
Sandra Sigurðardóttir (M)

Hallbera Guðný Gísladóttir - Anna Björk Kristjánsdóttir - Glódís Perla Viggósdóttir - Elísa Viðarsdóttir

Hólmfríður Magnúsdóttir - Ásgerður Stefanía Baldursdóttir - Dagný Brynjarsdóttir - Katrín Ómarsdóttir - Svava Rós Guðmundsdóttir

Margrét Lára Viðarsdóttir (F)

Hægt er að fylgja með gangi mála í úrsitaþjónustu á forsíðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner