Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 22. október 2016 17:15
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes um flautumarkið: Átti að dæma rangstöðu
Mynd: Getty Images
David Moyes, stjóri Sunderland, var gríðarlega ósáttur með að fá flautumark á sig í 1-0 tapi gegn West Ham í dag.

Moyes segir að dómarinn hafi átt að dæma rangstöðu þegar Winston Reid skoraði sigurmarkið með skoti fyrir utan teig, en óljóst er hvort samherji Reid hafi verið rangstæður í vítateignum því hann hleypti boltanum í gegnum klofið á sér og hafði þannig áhrif á sjónlínu markvarðarins.

„Hann var rangstæður og dómarinn átti að dæma það. Það sást þegar dómararnir töluðust við að þeir voru óvissir hvort markið ætti að vera dæmt eða ekki," sagði Moyes að leikslokum.

„Ég er mjög ánægður með frammistöðu minna manna. Fyrstu 20 mínúturnar voru erfiðar en eftir það spiluðum við vel og komumst nálægt því að skora, mér fannst við líklegri til að skora.

„Hópnum hefur farið gríðarlega mikið fram á tímabilinu og það sást í dag. Við verðum bara að nýta færin okkar betur."


Sunderland hefur ekki enn tekist að sigra deildarleik með Moyes við stjórnvölinn og er liðið í neðsta sæti með tvö stig eftir fimm umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner