Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 23. október 2016 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rooney og Owen í Twitter stríði
Rooney og Owen spiluðu um 40 leiki saman á milli 2009 og 2012.
Rooney og Owen spiluðu um 40 leiki saman á milli 2009 og 2012.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney og Michael Owen áttu í góðlátlegu Twitter stríði í gær þar sem þeir gerðu grín að hvorum öðrum og virðist Rooney vera búinn að eiga síðasta orðið.

Þetta byrjaði allt á því að Owen birti mynd úr leik Liverpool og West Brom á Twitter þar sem hann hvatti Liverpool til dáða, en Owen gerði garðinn frægan hjá Liverpool áður en hann fór meðal annars til Real Madrid og Manchester United.

„Koma svo Rauðu menn. Tveggja marka sigur og við erum á toppnum," tísti Owen eins og má sjá hér fyrir neðan.

Rooney byrjaði þá ríginn góðlátlega með að skjóta því inn að hann hafi haldið að Owen væri stuðningsmaður Man Utd. „Áhugavert þetta Michael ég hélt þú værir stuðningsmaður United???"

Owen útskýrði að Liverpool væri hans fyrsta ást og spurði Rooney hvort hann styddi ennþá þá bláklæddu í uppeldisfélagi hans, Everton. „Óþekkur @WayneRooney! Ég vil alltaf sjá mín gömlu félög vinna en Liverpool er fyrsta ástin. Hvað með þig, einu sinni blár, alltaf blár?"

Rooney var tilbúinn með svar við þessu hjá Owen og benti á að Owen sjálfur hafi alist upp sem stuðningsmaður Everton og gengið svo til liðs við Liverpool.

„Fyrirgefðu vinur, ég hélt þú værir stuðningsmaður Everton sem krakki en mér skjátlaðist augljóslega ef Liverpool er í raun fyrsta ástin."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner