Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. október 2016 11:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Gundogan hélt að ferillinn væri á enda
Ilkay Gundogan
Ilkay Gundogan
Mynd: Getty Images
Ilkay Gundogan, miðjumaður Manchester City, hefur viðurkennt að hann óttaðist að ferilinn væri á enda þegar hann varð fyrir erfiðum bakmeiðslum hjá Dortmund.

Gundogan var frá í rúmt ár en hann varð fyrir meiðslunum í byrjun ársins 2013.

Hann var hins vegar fljótlega kominn í byrjunarlið Dortmund á nýjan leik eftir að hafa jafnað sig á meiðlsunum og átti hann stóran þátt í því að félagið komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á sínum tíma.

„Það tók mig 14 mánuði að jafna mig á þessum meiðslum," sagði Gundogan. „Ég vildi ekki fara í aðgerð strax því það getur verið hættulegt. Ég var mjög hræddur og ég var ekki viss hvort ég myndi spila aftur."

„Með stuðningi fjölskyldu, vina og fyrrum félagsins míns, tókst mér hins vegar að koma til baka," sagði Gundogan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner